Endurheimta EM-kappa og forðast íslensku miðnætursólina Sindri Sverrisson skrifar 12. júlí 2021 15:31 Valsmenn fagna seinna marki sínu gegn Dinamo Zagreb sem gaf þeim von fyrir seinni leikinn við þetta króatíska stórveldi. Getty/Goran Stanzl Damir Krznar, þjálfari Dinamo Zagreb, segir sína menn hafa klúðrað tækifærinu til að slá Val auðveldlega út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Erfitt verkefni sé nú fyrir höndum en til að leysa það hefur Krznar fengið inn fjóra leikmenn af nýafstöðnu Evrópumóti. Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun. Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Flugvél Dinamo lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi en liðið leikur seinni leik sinn við Val á Hlíðarenda annað kvöld. Dinamo komst í 3-0 í fyrri leiknum en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn úr víti á 88. mínútu og Andri Adolphsson sá til þess að Dinamo er aðeins 3-2 yfir fyrir leikinn á morgun. „Það var augljós gæðamunur á liðunum á Maksimir-vellinum en enn einu sinni sýndi sig að hægt er að bæta upp fyrir gæðamun með baráttu, ástríðu og því að gefast aldrei upp,“ sagði Krznar við 24 Sata. „Við vitum að við náðum ekki að fara auðveldu leiðina og núna verðum við að fara þá erfiðari. Þetta lið hefur hins vegar alltaf svarað vel fyrir sig þegar áskorunin er erfið,“ sagði Krznar. Klippa: Dinamo - Valur Dinamo hefur nú endurheimt Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi á EM, og króatísku landsliðsmennina Bruno Petkovic, Mislav Orsic og Luka Ivanusec. Hins vegar fékk Dominik Livakovic, landsliðsmarkvörður Króata, lengra sumarfrí. Krznar segir sína menn verða fljóta að aðlagast aðstæðum á Íslandi en 24 Sata lýsir veðrinu á Íslandi sem „vetrarveðri“ og bendir á að Valur spili heimaleiki sína á gervigrasi. Þjálfarinn sagði ekkert óþægilegt við aðstæðurnar á Hlíðarenda og að Dinamo ætlaði sér að taka strax stjórnina í leiknum. Eftir leik munu Króatarnir koma sér fljótt af landi brott í stað þess að gista á Íslandi yfir nóttina, en leikurinn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma. „Sólin sest á meðan að leikurinn er í gangi en rís strax upp aftur því við erum við Norðurheimskautið. Leikmennirnir myndu örugglega bara vakna um nóttina svo við töldum skynsamlegra að þeir myndu þá vakna í flugvélinni,“ sagði Krznar. Leikur Vals og Dinamo Zagreb er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 20. Útivallamarkareglan gildir ekki lengur í keppnum á vegum UEFA svo framlengt verður ef að Valur vinnur eins marks sigur á morgun.
Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31 Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54 Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. 7. júlí 2021 20:31
Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. 7. júlí 2021 19:54
Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. 7. júlí 2021 19:15