Langsóttur sigur Vals tryggir liðinu fjögur Evrópueinvígi Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 10:03 Valsmenn eru Íslandsmeistarar og því fulltrúar Íslands í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/bára dröfn Takist Íslandsmeisturum Vals að skapa einn af stærstu sigrum íslensks fótbolta, með því að slá út Króatíumeistara Dinamo Zagreb, munu þeir að lágmarki spila átta Evrópuleiki í sumar. Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið. Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Sjá meira