Langsóttur sigur Vals tryggir liðinu fjögur Evrópueinvígi Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 10:03 Valsmenn eru Íslandsmeistarar og því fulltrúar Íslands í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/bára dröfn Takist Íslandsmeisturum Vals að skapa einn af stærstu sigrum íslensks fótbolta, með því að slá út Króatíumeistara Dinamo Zagreb, munu þeir að lágmarki spila átta Evrópuleiki í sumar. Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið. Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira