Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2021 20:31 Andri Adolphsson skoraði seinna mark Valsmanna sem gæti reynst dýrmætt í seinni leiknum. Vísir/Daníel Þór Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira