Innlent

Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.
Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Arnar

Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir.

Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn.

„Þetta reynir á afkastagetuna í öllu, eins og hjá okkur í lögreglunni varðandi vottorðaskoðun, landamæri og fleira,“ segir Arngrímur. Hann segir vottorðaskoðunina hafa verið fullmannaða og hún keyrð á fullum afköstum en þegar svo mikill fjöldi flugvéla komi á sama tíma, þá séu alltaf líkur á því að biðraðir myndist.

Miklar biðraðir mynduðust bæði í morgun, eins og sagt var frá á Vísi, og sömuleiðis seinni partinn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í komusal Keflavíkurflugvallar um klukkan fimm í dag.

Arngrímur segir að líklega verði biðraðir á álagstíma á meðan verið er að sinna covid-tengdum verkefnum. Ekki sé hægt að komast hjá því.

Það sem hægi mikið á sé að farþegar þurfi meira og minna allir að framvísa vottorðum og öðru til að mega fljúga.

„Þannig að það er ekkert hægt að nota neitt sem kallast sjálfvirkt á flugvellinum. Þannig að hvort sem um ræðir komu- eða brottfarafarþega, þá þarf að eiga samskipti við þá alla.“

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um örtröðina í Leifsstöð í morgun.


Tengdar fréttir

Ör­tröð við Sel­foss

Um­ferð á veginum frá Hvera­gerði til Sel­foss hefur þyngst mikið og er nú komin bið­röð frá Sel­fossi að Ingólfs­hvoli.

Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur

Langar raðir mynduðust við inn­ritunar­borð Leifs­stöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgun­flugi frá vellinum. Svo langar inn­ritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heims­far­aldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfs­inn­ritunar­vélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir ör­fáum árum.

Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli

Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×