Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2021 22:55 Airbus A321-þota Play lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29
Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21