Erlent

Biden hótar Pútín aðgerðum vegna rússneskra hakkara

Árni Sæberg skrifar
Leiðtogarnir tveir hittust í Genf fyrr á þessu ári.
Leiðtogarnir tveir hittust í Genf fyrr á þessu ári. Peter Klaunzer/Getty

Hvíta húsið tilkynnti í dag að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefði varað kollega sinn Vladimír Pútín við því að Bandaríkin myndu „verja þegna sína“ gegn rússneskum tölvuárásum.

Forsetarnir tveir áttu klukkutímalangan símafund í dag þar sem þeir ræddu nýlegar tölvuárásir rússneskra hakkara gegn bandarískum fyrirtækjum.

Síðustu helgi gerði rússneski tölvuþrjótahópurinn REvil árás sem olli glundroða hjá fimmtánhundruð bandarískum fyrirtækjum.

Hvíta húsið segir að Biden hafi hvatt Pútín til að hafa hemil á tölvuþrjótum í Rússlandi þar sem þeir væru orðnir alvarleg ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Biden sjálfur segist vera bjartsýnn eftir samtalið. Hann býst við því að yfirvöld í Moskvu muni veita Bandaríkjunum aðstoð í baráttunni gegn rússneskum hökkurum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×