Innlent

Manni bjargað úr sjálfheldu við Hengifoss

Árni Sæberg skrifar
Aðstæður á björgunarstað voru erfiðar enda var maðurinn fastur í bröttu klettabelti.
Aðstæður á björgunarstað voru erfiðar enda var maðurinn fastur í bröttu klettabelti. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarfólk frá Egilsstöðum hefur bjargað manninum sem var í sjálfheldu við Hengifoss.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunaraðgerðin hafi gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Maðurinn var fastur í bröttu klettabelti sem gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.

Um klukkan fjögur í dag var tilkynnt um mann í sjálfheldu við Hengifoss. Kona hans hafði samband við Neyðarlínuna. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var ræst út.

Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins og fellur vatn niður hann um 128,5 metra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.