Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 11:09 Glódís Perla í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hin 25 ára gamla Glódís Perla væri mögulega á leið til Bayern en þáverandi lið hennar Rosengård hafði staðfest að hún væri á förum frá liðinu. Nú hefur Bayern staðfest komu Glódísar Perlu. Glódís Perla verður annar Íslendingurinn í herbúðum Þýskalandsmeistaranna en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir samdi við félagið í janúar á þessu ári. Karólína Lea tekur vafalítið vel á móti Glódísi Perlu í München.Vísir/Sigurjón Bayern hafði naumlega betur gegn Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Liðið endaði með 61 stig en fyrrum lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur landsliðsfyrirliða endaði með 59 stig. Bayern fékk aðeins á sig níu mörk í 22 leikjum og ljóst að Glódís Perla á að gera frábæra vörn enn betri. Bayern beið lægri hlut gegn Wolfsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar og þá datt liðið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea. Herzlich willkommen in München, Glódís! Der @FCBayern verpflichtet die isländische Nationalspielerin Glódís #Viggósdóttir vom FC Rosengård. Alle Infos https://t.co/rDptEYKoe2#MiaSanMia pic.twitter.com/cshYoMhcRV— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 Glódís Perla er 26 ára og á að baki 93 landsleiki þar sem hún hefur skorað sex mörk. Hún lék með HK/Víking hér á landi ásamt því að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni árin 2013 og 2014 áður en hún hélt til Svíþjóðar ári síðar. Þar lék hún með Eskilstuna áður en hún samdi við Rosengård árið 2017. Hún hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á sínum ferli og er komin í eitt stærsta lið Evrópu. Glódís er spennt fyrir næsta kafla. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) Þá þakkaði Glódís fólkinu hjá Rosengård og í Malmö kærlega fyrir undanfarin fjögur ár. Malmö sé orðið hennar annað heimili. View this post on Instagram A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla)
Fótbolti Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira