Enski boltinn

PSG sagt vilja kaupa Paul Pogba frá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba stóð sig vel með franska landsliðinu á EM og gæti nú verið á leið í franska boltann.
Paul Pogba stóð sig vel með franska landsliðinu á EM og gæti nú verið á leið í franska boltann. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary

Þetta hefur verið stórt sumar fyrir franska liðið Paris Saint-Germain og menn eru áfram stórhuga í París.

ESPN hefur heimildir fyrir því að Paris Saint-Germain ætli að reyna að kaupa Paul Pogba frá Manchester United í sumar.

Framtíð Pogba á Old Traford hefur verið tvísýn en hann á eftir tólf mánuði af samningi sínum við enska félagið.

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, talaði um það í desember síðastliðnum að leikmaðurinn þyrfti að prófa eitthvað nýtt og tími hans hjá United væri liðinn.

Hinn 28 ára gamli miðjumaður endaði tímabilið aftur á móti miklu betur en hann byrjaði það.

Hann spilaði líka vel á Evrópumótinu í Frakklandi þótt að Frakkar hafi dottið óvænt út á móti Sviss í sextán liða úrslitunum.

Íþróttastjóri PSG og Raiola hittust í Mónakó í júní og hafa einnig talað saman um Pogba í sumar samkvæmt frétt ESPN.

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Donnarumma og spænski miðvörðurinn Sergio Ramos hafa báðir gengið til liðs við PSG í sumar.

Koma Pogba myndi þýddi að PSG þyrfti að skera niður í miðjumannahópnum sínum og menn eins og Pablo Sarabia, Ander Herrera eða Leandro Paredes eru líklega þeir sem verður fórnað til að búa til pláss fyrir Pogba.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.