Íslenski boltinn

Helgi Valur leggur skóna á hilluna í annað sinn eftir tímabilið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson á yfir 400 deildarleiki á ferlinum.
Helgi Valur Daníelsson á yfir 400 deildarleiki á ferlinum. Vísir

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla, mun hætta knattspyrnuiðkun að tímabili loknu. Helgi Valur er elsti leikmaður deildarinnar.

Þetta staðfestir Helgi Valur í samtali við mbl.is, en hann hóf að spila með Fylki á nýjan leik árið 2018 eftir að hafa lagt skóna á hilluna þremur árum áður.

Helgi Valur hefur leikið með Peterborough á Englandi, AGF í Danmörku, Eflsborg, Öster og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi og Belenenses í Portúgal.

Í vor varð Helgi Valur 29. Íslendingurinn frá upphafi til að ná 400 deildarleikjum í meistaraflokki á ferlinum. Þar af á hann 112 leiki í efsti deild á Íslandi þar sem hann hefur skorað tíu mörk. Helgi á þá einnig 33 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.