Einn skammtur ekki nógu góð vörn gegn útbreiðslu delta afbrigðisins Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 15:55 Vísindamennirnir segja fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafa góða vörn gegn afbrigðinu. AP/Marco Ugarte Ný rannsókn á delta afbrigði Nýju kórónuveirunnar sýnir fram á mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig að fullu og þá ógn sem stökkbreytingar skapa. Delta afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi og er sagt smitast auðveldar manna á milli, hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Franskir vísindamenn birtu í dag niðurstöður rannsóknar þeirra í Nature en þær gefa í skyn að delta afbrigðið búi yfir getu til að komast hjá einhverjum mótefna sem myndast við bólusetningar og náttúrulegt smit. Að einn skammtur bóluefnis þar sem tveggja skammta er þörf, veiti litla vörn gegn afbrigðinu. Vísindamennirnir segja þó að fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafi góða vörn gegn afbrigðinu. Í frétt Washington Post segir að það sé í takt við niðurstöður bandarískra vísindamanna sem birtar voru í New England Journal of Medicine í gær. Á Bretlandi tóku ráðamenn þá ákvörðun að leggja mesta áherslu á að koma einum skammti bóluefnis í sem flestar hendur eins fljótt og auðið er. Það kom niður á því hve margir fengu seinni skammta en samkvæmt Sky News hafa 45,6 milljónir fengið einn skammt og 34,2 milljónir hafa fengið tvo. Nú er töluverð uppsveifla á faraldrinum þar í landi. Flestir nýsmitaðra hafa smitast af delta afbrigðinu. Þó einn skammtur af bóluefni dragi ekki mjög úr líkum þess að fólk smitist eru þó ummerki um að hann dragi verulega úr líkum á því að fólk veikist alvarlega eða þurfi jafnvel á sjúkrahús. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði fyrr í vikunni að til stæði að fella niður allar sóttvarnir þar í Englandi þann 19. júlí. Eðli málsins samkvæmt, aukast líkurnar á því að veiran stökkbreytist eftir því hve oftar hún smitast manna á milli og hafa vísindamenn og sérfræðingar áhyggjur af mögulegum nýjum afbrigðum sem gætu dreifst enn auðveldar og leitt til alvarlegri veikinda. Jafnvel er óttast að afbrigði gæti myndast sem þau bóluefni sem til eru hafi lítil áhrif á. Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins harðlega á blaðamannafundi í gær. Gagnrýni hans beindist að mestu að gífurlegum ójöfnuði í dreifingu bóluefnis á heimsvísu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Franskir vísindamenn birtu í dag niðurstöður rannsóknar þeirra í Nature en þær gefa í skyn að delta afbrigðið búi yfir getu til að komast hjá einhverjum mótefna sem myndast við bólusetningar og náttúrulegt smit. Að einn skammtur bóluefnis þar sem tveggja skammta er þörf, veiti litla vörn gegn afbrigðinu. Vísindamennirnir segja þó að fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafi góða vörn gegn afbrigðinu. Í frétt Washington Post segir að það sé í takt við niðurstöður bandarískra vísindamanna sem birtar voru í New England Journal of Medicine í gær. Á Bretlandi tóku ráðamenn þá ákvörðun að leggja mesta áherslu á að koma einum skammti bóluefnis í sem flestar hendur eins fljótt og auðið er. Það kom niður á því hve margir fengu seinni skammta en samkvæmt Sky News hafa 45,6 milljónir fengið einn skammt og 34,2 milljónir hafa fengið tvo. Nú er töluverð uppsveifla á faraldrinum þar í landi. Flestir nýsmitaðra hafa smitast af delta afbrigðinu. Þó einn skammtur af bóluefni dragi ekki mjög úr líkum þess að fólk smitist eru þó ummerki um að hann dragi verulega úr líkum á því að fólk veikist alvarlega eða þurfi jafnvel á sjúkrahús. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði fyrr í vikunni að til stæði að fella niður allar sóttvarnir þar í Englandi þann 19. júlí. Eðli málsins samkvæmt, aukast líkurnar á því að veiran stökkbreytist eftir því hve oftar hún smitast manna á milli og hafa vísindamenn og sérfræðingar áhyggjur af mögulegum nýjum afbrigðum sem gætu dreifst enn auðveldar og leitt til alvarlegri veikinda. Jafnvel er óttast að afbrigði gæti myndast sem þau bóluefni sem til eru hafi lítil áhrif á. Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins harðlega á blaðamannafundi í gær. Gagnrýni hans beindist að mestu að gífurlegum ójöfnuði í dreifingu bóluefnis á heimsvísu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30
Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08
Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45