Erlent

Fjór­tán greindust í Fær­eyjum í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa 817 manns greinst með kórónuveiruna í Færeyjum og hefur eitt dauðsfall verið rekið til Covid-19.
Alls hafa 817 manns greinst með kórónuveiruna í Færeyjum og hefur eitt dauðsfall verið rekið til Covid-19. Vísir/Vilhelm

Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum.

Af þeim tíu sem greindust innanlands tengjast sex áður þekktu hópsmiti, en ekki hefur tekist að rekja hin fjögur.

48 manns eru nú í einangrun á eyjunum vegna Covid-19. Alls hafa komið upp 33 smit á eyjunum síðustu þrjá sólarhringa.

Lars Foodgaard Møller, landlæknir Færeyja, segir að delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi hafið innreið sína í Færeyjum, en delta-afbrigðið tekur nú til um helmings nýrra smita í Færeyjum.

Innan við mánuður er nú þar til að Færeyingar hyggjast láta af skyldusýnatöku á landamærunum, þó að ekki sé nú útilokað að því verði frestað.

Alls hafa 817 manns greinst með kórónuveiruna í Færeyjum og hefur eitt dauðsfall verið rakið til Covid-19.

Alls hafa 58 prósent Færeyinga fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningarsprautu, en 39 prósent hafa fengið báðar og teljast því fullbólusettir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×