Ítalía líklegri til að vinna EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 14:01 Ítalír voru vel stemmdir fyrir leik sinn gegn Spánverjum í undanúrslitum EM. Ítalska liðið er talið mun líklegra til að vinna mótið heldur en það enska. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. England er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti síðan 1966 er liðið varð heimsmeistari, þá einnig á heimavelli. Liðið komst í undanúrslit á EM 1996, einnig á Wembley, en beið þá lægri hlut gegn Þjóðverjum. Loksins loksins er liðið komið í úrslitaleik á nýjan leik og má reikna með að taugarnar séu þandar. Samkvæmt Stats Perform eru 39,9 prósent líkur á að Harry Kane lyfti Evrópumeistaratitlinum. Ekki kemur fram hvort heimavöllurinn sé tekinn með í reikninginn. 60.1% - Italy are currently favoured with a 60.1% chance of winning EURO 2020, according to the Stats Perform prediction model (England, 39.9%). Villains. #ITA #EURO2020 pic.twitter.com/57oQpogeGP— OptaJoe (@OptaJoe) July 8, 2021 Líkurnar eru því með Ítölum í hag ef marka má þessa tölfræði. 60,1 prósent líkur eru á að þeir verði Evrópumeistarar. Bæði lið lentu í vandræðum í undanúrslitum mótsins en England þurfti umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn. Kane brenndi reyndar af vítinu en fylgdi eftir og tryggði Englandi 2-1 sigur. Ítalía var enn nær því að falla úr leik en leik þeirra gegn Spáni lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Gianluigi Donnarumma reyndist hetja Ítala sem eru komnir í annan úrslitaleikinn á síðustu þremur Evrópumótum. Ítalir vonast eftir jafnari úrslitaleik heldur en 2012 en þá tapaði Ítalíu 4-0 gegn Spáni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7. júlí 2021 22:10 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7. júlí 2021 08:01 Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. 6. júlí 2021 21:59 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
England er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti síðan 1966 er liðið varð heimsmeistari, þá einnig á heimavelli. Liðið komst í undanúrslit á EM 1996, einnig á Wembley, en beið þá lægri hlut gegn Þjóðverjum. Loksins loksins er liðið komið í úrslitaleik á nýjan leik og má reikna með að taugarnar séu þandar. Samkvæmt Stats Perform eru 39,9 prósent líkur á að Harry Kane lyfti Evrópumeistaratitlinum. Ekki kemur fram hvort heimavöllurinn sé tekinn með í reikninginn. 60.1% - Italy are currently favoured with a 60.1% chance of winning EURO 2020, according to the Stats Perform prediction model (England, 39.9%). Villains. #ITA #EURO2020 pic.twitter.com/57oQpogeGP— OptaJoe (@OptaJoe) July 8, 2021 Líkurnar eru því með Ítölum í hag ef marka má þessa tölfræði. 60,1 prósent líkur eru á að þeir verði Evrópumeistarar. Bæði lið lentu í vandræðum í undanúrslitum mótsins en England þurfti umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn. Kane brenndi reyndar af vítinu en fylgdi eftir og tryggði Englandi 2-1 sigur. Ítalía var enn nær því að falla úr leik en leik þeirra gegn Spáni lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Gianluigi Donnarumma reyndist hetja Ítala sem eru komnir í annan úrslitaleikinn á síðustu þremur Evrópumótum. Ítalir vonast eftir jafnari úrslitaleik heldur en 2012 en þá tapaði Ítalíu 4-0 gegn Spáni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7. júlí 2021 22:10 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7. júlí 2021 08:01 Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. 6. júlí 2021 21:59 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Sjáðu mörkin og umdeilda vítadóminn á Wembley England vann 2-1 sigur á Dönum eftir framlengdan leik á Evrópumóti karla í fótbolta í kvöld. Umdeild vítaspyrna hafði mikið að segja. 7. júlí 2021 22:10
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35
Forsíður ítölsku blaðanna: „Guð er ítalskur“ Ítölsku blöðin slógu auðvitað upp sigri fótboltalandsliðsins í undanúrslitaleik EM en ítölsku leikmennirnir fögnuðu sigri á forsíðunum. 7. júlí 2021 08:01
Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum. 6. júlí 2021 21:59