Innlent

Víðir bólu­settur: „Þetta er meiri­háttar“

Atli Ísleifsson skrifar
Víðir Reynisson greindist með Covid-19 í lok nóvember á síðasta ári, sem skýrir af hverju hann er fyrst bólusettur nú.
Víðir Reynisson greindist með Covid-19 í lok nóvember á síðasta ári, sem skýrir af hverju hann er fyrst bólusettur nú. Vísir/Sigurjón

„Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun.

Víðir var skiljanlega ekki í sínum hefðbundna lögreglubúningi heldur klæddist hann hvítum stuttermabol. Var stungið í vinstri handlegg.

Hann segist ekki hafa fundið fyrir stungunni. „Þetta eru fagmenn,“ sagði Víðir.

Víðir greindist með Covid-19 í lok nóvember á síðasta ári, sem skýrir af hverju hann er fyrst bólusettur nú.

Bólusett er með bóluefni Janssen í dag og er um að ræða opinn bólusetningardag – „opið hús og allir velkomnir,“ segir ­líkt og sagði á vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Lagið Ást með Ragnheiði Gröndal var spilað undir í Laugardalshöllinni þegar Víðir var bólusettur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.