„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. júlí 2021 18:22 Það eru margir hundar sem bíða spenntir eftir að eigendur þeirra komi heim. Dýraþjónustan hefur fengið þó nokkrar ábendingar um hunda sem eru of mikið einir yfir daginn og gelta stanslaust. Vísir Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum. Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum.
Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57
Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?