Dýraþjónusta Reykjavíkur Sabine Leskopf skrifar 17. febrúar 2021 09:30 Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun