Erlent

Tala látinna komin yfir þrjátíu í Surfside

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarliðar færa líkamsleifar í segldúk í rústum blokkarinnar í Surfside í gær.
Björgunarliðar færa líkamsleifar í segldúk í rústum blokkarinnar í Surfside í gær. AP/Lynne Sladky

Fjögur lík fundust í rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída í Bandaríkjunum og er tala látinna nú komin upp í 32. Enn er á annað hundrað manns saknað.

Aðstoðarslökkviliðsstjórinn í Miami-Dade-sýslu tilkynnti aðstandendum þeirra sem létust um líkfundinn í morgun. Hann sagði þá að fleiri líkamsleifar hefðu fundist, að sögn AP-fréttastofunnar.

Útlit er fyrir að hitabeltislægðin Elsa raski leit í rústunum. Tveggja tíma hlé var gert á leitinni vegna eldinga í morgun. Byrjað var að hvessa töluvert á svæðinu.

Engar vonir eru þó bundnar við að einhver finnist á lífi í rústunum. Engum hefur verið bjargað þaðan lifandi eftir fyrstu klukkustundirnar eftir að byggingin hrundi. Leitarliðið stefnir þó að því að reyna að finna lík eins margra þeirra sem létust og mögulegt er.

Champlain-suðurturninn, þrettán hæða íbúðablokk í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Komi hefur fram að verkfræðingar hafi varað við steypuskemmdum á húsinu fyrir nokkrum árum en íbúarnir höfðu deilt um kostnað við viðgerðir. Enn liggur þó ekki fyrir hvað olli hruninu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.