Fótbolti

Evrópu­meistarar Barcelona fá norskan miðju­mann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingrid Syrstad Engen er gengin í raðir Barcelona.
Ingrid Syrstad Engen er gengin í raðir Barcelona. Marcel ter Bals/Getty Images

Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona hafa samið við hina norsku Ingrid Engen um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Hin 23 ára gamla Engen kemur til Barcelona frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg þar sem hún hefur leikið síðan árið 2019. Þar áður lék hún með Trondheims-Ørn og Lilleström í heimalandinu.

Engen hefur nú samið við spænska stórveldið sem var langbesta lið Spánar sem og Evrópu á síðustu leiktíð. Liðið lagði Chelsea 4-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vinna deildina heima fyrir með yfirburðum.

Caroline Graham Hunter, landa Engen, er nú þegar ein af máttarstólpum Barcelona-liðsins en hún skoraði til að mynda eitt marka liðsins í úrslitaleiknum gegn Chelsea.

Engen á að baki 26 landsleiki fyrir Noreg og hefur skorað í þeim fimm mörk.


Tengdar fréttir

Fyrirliði Barcelona til Manchester City

Vicky Losada, fyrirliði kvennaliðs Barcelona í fótbolta, hefur skrifað undir hjá Manchester City sem rétt missti af enska meistaratitlinum í vor. Hún snýr nú aftur til Englands eftir að hafa leikið áður með Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×