Fótbolti

Fyrirliði Barcelona til Manchester City

Valur Páll Eiríksson skrifar
Losada er snúin aftur til Englands eftir fimm ára dvöl í Katalóníu.
Losada er snúin aftur til Englands eftir fimm ára dvöl í Katalóníu. NurPhoto via Getty Images/Urbanandsport

Vicky Losada, fyrirliði kvennaliðs Barcelona í fótbolta, hefur skrifað undir hjá Manchester City sem rétt missti af enska meistaratitlinum í vor. Hún snýr nú aftur til Englands eftir að hafa leikið áður með Arsenal.

Losada er uppalinn hjá spænska stórliðinu og hefur leikið þar með hléum frá árinu 2006. Þar á meðal var hún á mála hjá Arsenal frá janúar 2015 út tímabilið 2016, og vann bæði FA-bikarinn og deildabikarinn.

Tækifærin voru hins vegar að skornum skammti hjá Börsungum á síðustu leiktíð þrátt fyrir að Losada beri þar fyrirliðabandið. Barcelona vann þrennuna á leiktíðinni, spænsku deildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu.

Hún sækist því eftir meiri spiltíma hjá Manchester City sem var hársbreidd frá því að vinna enska meistaratitlinn á síðustu leiktíð. City hafnaði í 2. sæti með 55 stig, tveimur frá meisturum Chelsea.

City lenti einnig í öðru sæti tímabilin tvö á undan og sækist eftir sínum fyrsta meistaratitli frá 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×