Erlent

Búið að rífa restina af húsinu og leit hafin á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það sem eftir stóð af byggingunni var jafnað við jörðu í gær.
Það sem eftir stóð af byggingunni var jafnað við jörðu í gær. epa/Christobal Herrera-Ulashkevich

Leifar íbúðahússins í Flórída sem hrundi á dögunum með hörmulegum afleiðingum hafa nú verið jafnaðar við jörðu. Hluti byggingarinnar hrundi til grunna þann 24. júní síðastliðinn og er 121 enn saknað en 24 hafa fundist látnir í rústunum.

Leit að líkamsleifum fólksins var síðan hætt í gær vegna hættu á að hinn hluti hússins myndi hrynja á björgunarfólkið og því var ákveðið að jafna það allt við jörðu áður en aðgerðum yrði fram haldið. 

Engar líkur eru taldar á því að nokkur sé enn á lífi í rústunum. 

Veðrið hefur einnig sett strik í reikninginn en von er á hitabeltisstorminum Elsu og var talið að það sem uppi stóð af byggingunni gæti hreinlega fokið um koll með tilheyrandi hættu fyrir húsin í nágrenninu.

Leit hefur nú hafist á ný og beinist því að finna holrými sem kunna að hafa myndast í rústunum og þar sem fólk kann mögulega að hafa komist lífs af. Vonir eru ekki síst bundnar við að einhverjir kunni að finnast í bílakjallara hússins.

Að neðan má sjá myndband af því þegar húsið var jafnað við jörðu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×