Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf og verða í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi.

Mikill erill var í sjúkraflutningum í gær og nótt. Aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikið hafa verið um slagsmál, slys og veikindi tengd drykkju í miðvænum. Álag sé mikið.

Þá verður rætt við lektor í fjármálum sem segir kaup Arion banka á eigin bréfum að virði átta milljarða til marks um að stjórnendur bankans telji bréfin vanmetin þrátt fyrir hækkun.

Eins segjum við frá miklu álagi á fæðingardeild Landspítalans, sem hefur verið viðvarandi síðustu viku. Gert er ráð fyrir metfjölda fæðinga í sumar og vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×