Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2021 11:59 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í fyrrdag. Vísir/Lillý Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira