Innlent

Fjórar líkams­á­rásir í mið­bænum í nótt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ef marka má dagbók hennar.
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ef marka má dagbók hennar. Vísir/Vilhelm

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt, einkum á stöð númer eitt, sem þjónustar miðbæ Reykjavíkur, austurbæ, vesturbæ og Seltjarnarnes.

Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um innbrot í bifreið en samkvæmt dagbók lögreglu var viðkomandi haldið af almennum borgara þar til lögregla kom á vettvang.

Rétt upp úr miðnætti var ökumaður stöðvaður af lögreglu með tvö börn í bifreiðinni sem ekki voru í viðeigandi öryggisbúnaði. Annað barnið var ekki í barnabílstól og hitt ekki í öryggisbelti. Viðkomandi var kærður og tilkynning send til barnaverndar.

Frá klukkan 01:35 til 03:23 eru fjórar líkamsárásir skráðar í dagbók lögreglu, en gerandi þeirrar fyrstu er sagður þekktur í dagbókarfærslu. Þær áttu sér allar stað í miðborginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×