Innlent

Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri

Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Al­freð Schiöth, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Norður­lands eystra, segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum.
Al­freð Schiöth, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Norður­lands eystra, segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum.

Al­freð Schiöth, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Norður­lands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum.

Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í gær en Vísir greindi ítarlega frá atvikinu. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á gjörgæsludeild hátt fall úr kastalanum.

Alfreð segir í samtali við fréttastofu fyrirliggjandi að þar líti menn málið mjög alvarlegum augum. En svo virðist sem vafi leiki á um hvernig standa beri að uppsetningu slíkra tækja. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en samkvæmt upplýsingum þaðan er allt kapp lagt á að upplýsa um tildrög slyssins. Teknar hafa verið skýrslur af vitnum í dag.

Perlan rekur hoppukastalann en sami kastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrrasumar. Starfsleyfi rekstaraðilans var skráð í Reykjavík en ekki á Akureyri að sögn framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins á Norðurlandi eystra.

Vindur yfir viðmiðunarmörkum

Enginn tilkynning, hvorki frá rekstaraðila né Akureyrarbæ barst til heilbrigðiseftirlitsins um komu þessa kastala. Því hafi engin úttekt farið fram á starfseminni, segir Alfreð:

„Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað.“

Hann bendir einnig á að kröf­ur séu gerðar til rekstr­araðila hoppu­kastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann geti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en segir hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum.

„Veðurspá gærdagsins hljóðaði upp á 11 metra á sekúndu klukkan tvö, fyrirtækið sjálft er með viðmið 10 metrar á sekúndu.“


Tengdar fréttir

Engir full­orðnir starfs­menn við Skrímslið: „Það greip um sig al­ger ringul­reið“

Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum.

Bæjarstjóranum brugðið vegna Skrímslisins sem tókst á loft

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segist ekki vita mikið um stöðu mála sem stendur en mikill viðbúnaður er í bæjarfélaginu vegna hoppukastalans, sem ber nafnið Skrímslið, sem hófst á loft og í honum 108 börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×