Mætir KR og ætlar svo að læra hratt á ítalska boltann, veðrið og menninguna Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 13:31 Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum við Pólverja þar sem segja má að hann hafi endanlega skotið sér út í atvinnumennsku. Getty/Boris Streubel Brynjar Ingi Bjarnason fann fyrir miklum áhuga eftir markið sem hann skoraði gegn Pólverjum. Hann nær kveðjuleik með KA gegn KR næsta mánudag áður en hann flytur til Ítalíu til að spila með liði Lecce næstu árin. Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“ Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira