Íslenski boltinn

Þetta er ó­trú­lega sjarmerandi keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, kippti sér lítið upp við að fá Breiðablik í undanúrslitum þó hún hefði viljað fá heimaleik.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, kippti sér lítið upp við að fá Breiðablik í undanúrslitum þó hún hefði viljað fá heimaleik. Vísir/Elín Björg

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir stórleiknum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þegar Valur heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks. 

Hún segir bikarinn einstaklega sjarmerandi keppni en viðurkenndi að hún hefði verið til í heimaleik eftir tvo útileiki í röð.

„Þetta er bara skemmtilegt, tvö góð lið að mætast og það eru nú öll þessi fjögur lið góð lið svo sama hverja við hefðum fengið þá hefðu þetta alltaf verið hörkuleikir. Okkur ætlast ekki að takast að fá heimaleik svona í bikarnum,“ sagði Elísa skömmu eftir að ljóst var að Valskonur þurfa að fara á Kópavogsvöll í undanúrslitum.

Valskonur hófu bikarkeppnina á Húsavík þar sem þær unnu 7-0 sigur gegn Völsungi. Þaðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem það vannst 1-0 útisigur á ÍBV og nú liggur leiðin á Kópavogsvöll.

„Við eigum harma að hefna og verður gaman að mæta á Kópavogsvöll og fá alvöru slag,“ bætti fyrirliðinn við en Valur beið afhroð er liðin mættust í deildinni fyrr í sumar. Lokatölur þá 7-3 Blikum í vil.

„Við fögnum öllum bikurum, þetta er ótrúlega sjarmerandi keppni og keppni sem allir vilja vinna þannig við erum bara spenntar að reyna komast sem lengst. Það er ekki mikið eftir, stutt í þann stóra og hvetur mann áfram til að ná góðum úrslitum á Kópavogsvelli,“ sagði Elísa að endingu.


Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×