Fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 14:18 Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni að það sé ekki neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent