Enski boltinn

Grealish líklega á leið til City fyrir hundrað milljónir punda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jack Grealish hefur komið við sögu í tveimur leikjum á EM.
Jack Grealish hefur komið við sögu í tveimur leikjum á EM. getty/Chris Brunskill

Allt bendir til þess að Manchester City muni kaupa enska landsliðsmanninn Jack Grealish frá Aston Villa fyrir metverð.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að City muni borga um hundrað milljónir punda fyrir Grealish sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Villa vill eðlilega ekki missa fyrirliðann sinn og hefur boðið honum nýjan og betri samning. Líklegra en ekki er þó að hann yfirgefi uppeldisfélagið og gangi til liðs við Englandsmeistarana eftir EM.

City-menn eru stórhuga og vilja einnig fá Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins, frá Tottenham.

Grealish var í byrjunarliði Englands gegn Tékklandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM á þriðjudaginn og lagði upp eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×