Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson skrifa 24. júní 2021 14:50 Dagbók lögreglunnar á aðfangadag 2020: „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að 40-50 gestir voru samankomnir í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Stöð 2 Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hlutaðeigandi aðilum verið boðið að gangast undir það sem heitir lögreglustjórasátt, sem felst í að aðilum er boðið að greiða sekt innan tiltekins tímaramma. Lögreglustjóri hefur heimild til að ljúka málum með sáttum af þessum toga þegar viðurlögin við brotinu eru innan ákveðinna marka. Á þessari stundu er ekki ljóst hverjum verður gert að greiða sekt - hvort það verði aðeins rekstraraðilum eða einnig gestum. Eins og þekkt er var Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra staddur í salnum umrætt kvöld ásamt eiginkonu sinni. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki haft veður af því að niðurstaða væri komin í málið. Hann kveðst enda ekki hafa verið til rannsóknar svo að hann vissi til. „Ég er ekki aðili að málinu,“ sagði Bjarni. Ráðherra baðst á sínum tíma innilega afsökunar en sagðist á sínum tíma ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni á listaverkasýningu í salnum þetta kvöld. Hann sagði þó að rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar fjölga fór í hópnum. Í desember miðuðust almennar fjöldatakmarkanir við 10 manns en gestirnir í samkvæminu voru um 50. Um leið máttu veitingastaðir og barir aðeins vera opnir til 22 en lögreglan mætti á staðinn á ellefta tímanum eftir ábendingu um fjölmennt samkvæmi. Samkvæmt svörum ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er niðurstaða komin í málið og hefur það verið afgreitt frá sviðinu. Frekari upplýsingar kvaðst sviðið ekki geta veitt vegna afgreiðslu einstakra mála. Eigendur listasafnsins í Ásmundarsal hafa ekki veitt fréttastofu viðtal. Þeir báðust á sínum tíma afsökunar á að hafa „misst yfirsýn“ þegar leið á kvöldið og haft ekki stjórn á fjöldanum sem hóf að streyma inn upp úr hálfellefu. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 4. mars 2021 19:53 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hlutaðeigandi aðilum verið boðið að gangast undir það sem heitir lögreglustjórasátt, sem felst í að aðilum er boðið að greiða sekt innan tiltekins tímaramma. Lögreglustjóri hefur heimild til að ljúka málum með sáttum af þessum toga þegar viðurlögin við brotinu eru innan ákveðinna marka. Á þessari stundu er ekki ljóst hverjum verður gert að greiða sekt - hvort það verði aðeins rekstraraðilum eða einnig gestum. Eins og þekkt er var Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra staddur í salnum umrætt kvöld ásamt eiginkonu sinni. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki haft veður af því að niðurstaða væri komin í málið. Hann kveðst enda ekki hafa verið til rannsóknar svo að hann vissi til. „Ég er ekki aðili að málinu,“ sagði Bjarni. Ráðherra baðst á sínum tíma innilega afsökunar en sagðist á sínum tíma ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni á listaverkasýningu í salnum þetta kvöld. Hann sagði þó að rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar fjölga fór í hópnum. Í desember miðuðust almennar fjöldatakmarkanir við 10 manns en gestirnir í samkvæminu voru um 50. Um leið máttu veitingastaðir og barir aðeins vera opnir til 22 en lögreglan mætti á staðinn á ellefta tímanum eftir ábendingu um fjölmennt samkvæmi. Samkvæmt svörum ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er niðurstaða komin í málið og hefur það verið afgreitt frá sviðinu. Frekari upplýsingar kvaðst sviðið ekki geta veitt vegna afgreiðslu einstakra mála. Eigendur listasafnsins í Ásmundarsal hafa ekki veitt fréttastofu viðtal. Þeir báðust á sínum tíma afsökunar á að hafa „misst yfirsýn“ þegar leið á kvöldið og haft ekki stjórn á fjöldanum sem hóf að streyma inn upp úr hálfellefu.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 4. mars 2021 19:53 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 4. mars 2021 19:53
Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42