Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 19:53 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddi í tvígang við dómsmálaráðherra í síma eftir að lögreglan greindi frá viðveru ráðherra úr flokki hans á samkomu sem lögreglan hafði afskipti af á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent