Erlent

Hluti tólf hæða í­búða­húss hrundi í Miami

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið kom um klukkan tvö að staðartíma í nótt eða sex að íslenskum tíma.
Útkallið kom um klukkan tvö að staðartíma í nótt eða sex að íslenskum tíma. Miami Beach Police

Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt.

Nú þegar er búið að bjarga fjölda fólks en óttast er að einhverjir kunni að vera grafnir í rústunum.

Húsið sem um ræðir stendur á Collins strætis og 88. strætis á Surfside, um tíu kílómetra norður af Miami Beach. Miami Herald segir frá því að hundrað íbúðir séu í hísinu sem um ræðir.

Alls hafa áttatíu sveitir slökkviliðs í Miami verið sendar á vettvang og liðsstyrkur verið sendur annars staðar frá, en útkallið kom um klukkan tvö að staðartíma í nótt eða sex að íslenskum tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×