Innlent

Nýttu auka­skammta í Kefla­vík

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Nokkuð dræm mæting var hjá þeim sem áttu að mæta í bólusetningu í dag og var því fleiri hleypt að.
Nokkuð dræm mæting var hjá þeim sem áttu að mæta í bólusetningu í dag og var því fleiri hleypt að. vísir/vilhelm

Bólusetningum í Laugar­dals­höll er lokið í dag. Engir skammtar fóru þar til spillis.

Fyrr í dag var að­eins fólki með strika­merki hleypt að í bólu­setningu en vegna dræmrar mætingar var á­kveðið að opna bólu­setninguna fyrir alla sem eiga eftir að fá bólu­setningu.

Sjá einnig: Enn slatti af bóluefni eftir og opið inn í kvöldið.

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjá heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að hluti þeirra skammta sem hafi ekki farið út hafi verið fluttir til Kefla­víkur fyrr í dag.

Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja hafði ætlað sér að hefja bólu­setningar með seinni skammti bólu­efnis Pfizer í fyrra­málið en á­kveðið var að flýta því ferli fyrir suma inn í kvöldið í kvöld svo ekki færu blandaðir skammtar til spillis.

Þeir endast nefni­lega ekki lengi eftir að þeir hafa verið blandaðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.