Erlent

Blaða­maður fann tveggja ára barn sem var týnt í tvo daga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Drengurinn fannst í dag eftir tæplega tveggja daga leit.
Drengurinn fannst í dag eftir tæplega tveggja daga leit. CNSAS/Twitter

Tveggja ára gamall drengur sem týndist á mánudagskvöld á Ítalíu fannst í morgun af blaðamanni sem var sendur til að fjalla um hvarfið. Drengurinn fannst nokkra kílómetra frá heimili sínu.

Drengurinn, sem er tæplega tveggja ára gamall, sást síðast í svefnherbergi sínu á mánudagskvöld en foreldrar hans tilkynntu hann týndan í gærmorgun.

Umfangsmikil leit fór af stað en drengurinn fannst loks af blaðamanninum Giuseppe Di Tommaso, sem var á heimleið í dag, úti í vegkanti. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús samstundis og er hann sagður við góða heilsu.

Talið er að drengurinn, sem heitir Nicola Tanturli, hafi vaknað um miðja nótt og gengið út af heimili sínu.

Þyrla og þúsund manna leitarteymi var kallað út til leitar að drengnum sem hvarf af heimili sínu í bænum Palazzuolo sul Senio nærri Flórens.

Tommaso, sem er blaðamaður hjá ríkisútvarpi Ítalíu, tilkynnti lögreglu að hann heyrði stunur koma frá vegkanti sem hann var á leið um. Lögreglumenn komu fljótt á staðinn og leituðu að drengnum, en þeir þurftu að klifra niður um 25 metra til að komast að drengnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×