Erlent

Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Eftir því sem bólusettum fjölgar vestanhafs hefur orðið erfiðara að fá fólk til að þiggja bólusetningu, enda stækkar þá hlutfall óbólusettra sem hafa verulegar efasemdir um gagnsemi bólusetninga.
Eftir því sem bólusettum fjölgar vestanhafs hefur orðið erfiðara að fá fólk til að þiggja bólusetningu, enda stækkar þá hlutfall óbólusettra sem hafa verulegar efasemdir um gagnsemi bólusetninga. epa/Justin Lane

Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu.

Þetta sagði Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 

Delta-afbrigðið greindist fyrst á Indlandi og var lengi vel kallað „indverska afbrigðið“. 

Eftir að delta varð ráðandi í Bretlandi hefur tilfellum þeirra sem smitast hafa af afbrigðinu fjölgað bæði í Bandaríkjunum og í öðrum Evrópuríkjum.

Gögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá 62 löndum sýna að delta-afbrigðið er mun meira smitandi en nokkurt annað afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.