Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:31 Til stóð að Allianz leikvangurinn yrði lýstur upp í regnbogalitum en UEFA hafnaði því. Getty/Alexander Hassenstein Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira