Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:31 Til stóð að Allianz leikvangurinn yrði lýstur upp í regnbogalitum en UEFA hafnaði því. Getty/Alexander Hassenstein Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira