Áhyggjuefni að fjöldi særðra eftir hnífstunguárásir tvöfaldist á milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 16:15 Tilkynningum til sérsveitar ríkislögreglustjóra um einstaklinga vopnaða eggvopnum hefur fjölgað um fimmtíu prósent undanfarin tvö ár. Getty Árið 2020 urðu 23 fyrir líkamstjóni vegna eggvopnsárása, sem er 109 prósentum meira en árin á undan. Á árunum 2017-2019 urðu á bilinu sjö til ellefu fyrir líkamstjóni vegna slíkra árása. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu. Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu.
Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56
Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08
Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent