Innlent

Skoða nú hvort hinn bíl­bruninn tengist árásinni við Ingólfs­torg

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málsins ganga vel. 
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málsins ganga vel.  Foto: Stefán óli/Stefán óli

Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu.

Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu og hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var stunginn með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna á aðfaranótt sunnudags.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á  höfuðborgarsvæðinu að maðurinn sé kominn úr lífshættu og að rætt verði við hann um leið og ástand hans leyfir. 

Grímur segir í samtali við Vísi að nú sé til rannsóknar hvort að tveir bílbrunar þessa nótt, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Árbæ, tengist málinu. Talið er að kveikt hafi verið í bílunum. Eigandi bílsins sem kviknaði í í Árbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að hnífur hafi fundist á bílastæðinu, skammt frá bíl hennar þessa nótt. Lögreglan hafi tekið hann til rannsóknar.

Maðurinn sem grunaður er um árásina var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag og segir Grímur að enn hafi ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald fyrir honum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Ó­raun­veru­legt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani

Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar.

Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífs­hættu en honum haldið sofandi

Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×