Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar ferðumst við til Norðvesturkjördæmis en prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, og jafnframt því síðasta í flokknum, lauk með sigri ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í gær. Konur leiða nú lista flokksins í þremur kjördæmum.

Hálf milljón manna er látin úr Covid-19 í Brasilíu. Sérfræðingar segja ástandið í landinu grafalvarlegt og kvíða komandi vetri. Reykvíkingur ársins, tyggjóklessubaninn Guðjón Óskarsson opnaði Elliðaárnar í morgun. Við heyrum í honum.

Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Akureyringur, deildu um hópuppsagnir á hjúkrunarheimilinu Hlíð í Sprengisandi í morgun. Teitur segir það rangt að Heilsuvernd hafi lækkað laun hjá starfsfólki.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu 12.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.