Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:41 Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Vísir/Arnar Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05
Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15