Þarna var hann eins og naut og svo breytist hann í ballettdansara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 14:00 Romelu Lukaku og Simon Kjær háðu mikla baráttu í leik Danmerkur og Belgíu á Parken í gær. EPA-EFE/Wolfgang Rattay Frammistaða Romelu Lukaku var til umræðu er þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kjartan Henry og Ólafur Kristjánsson gerðu upp 2-1 sigur Belgíu á Dönum í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Þeir áttu vart orð til að lýsa styrk og danshæfileikum framherjans knáa. „Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira