Parma tilkynnti Buffon með frábæru kynningarmyndbandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 20:15 Buffon er kominn á heimaslóðir. Daniele Badolato/Getty Images Ítalska knattspyrnuliðið Parma staðfesti í dag að markvörðurinn Gianluigi Buffon væri kominn á heimaslóðir. Það gerði félagið með mögnuðu kynningarmyndbandi þar sem það var staðfest að „Superman“ væri kominn heim. Hinn 43 ára gamli Buffon er uppalinn hjá Parma og eftir að samningur hans við Juventus rann út fóru orðrómar á kreik um að hann gæti spilað með Parma í Serie B, næstefstu deild á Ítalíu, á næstu leiktíð. Þeir orðrómar voru staðfestir í dag er Parma tilkynnti leikmanninn með pompi og prakt. Hér að neðan má sjá frábært kynningarmyndband félagsins. Buffon lék með Parma þegar liðið var talið eitt það áhugaverðasta á Ítalíu. Alls lék hann 168 deildarleiki með liðinu frá árinu 1995 til 2001. Með Buffon innanborðs vann liði Coppa Italia [ítalska bikarinn], Ofurbikar Ítalíu sem og UEFA-bikarinn. Þaðan fór hann til Juventus þar sem hann bætti enn við verðlaunasafnið og þá stóð hann milli stanganna er Ítalía varð heimsmeistari árið 2006. Buffon er afar reynslumikill markvörður en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur hann spilað 930 deildar, bikar og Evrópuleiki á ferlinum, þar af eru 657 í Serie A. Þá spilaði hann 176 A-landsleiki á sínum tíma. He is back where he belongs.He is back home.#SupermanReturns @gianluigibuffon @Kyle_J_Krause @ParmaCalcio_en pic.twitter.com/bh2FO6P8YX— Parma Calcio 1913 (@1913parmacalcio) June 17, 2021 Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Hinn 43 ára gamli Buffon er uppalinn hjá Parma og eftir að samningur hans við Juventus rann út fóru orðrómar á kreik um að hann gæti spilað með Parma í Serie B, næstefstu deild á Ítalíu, á næstu leiktíð. Þeir orðrómar voru staðfestir í dag er Parma tilkynnti leikmanninn með pompi og prakt. Hér að neðan má sjá frábært kynningarmyndband félagsins. Buffon lék með Parma þegar liðið var talið eitt það áhugaverðasta á Ítalíu. Alls lék hann 168 deildarleiki með liðinu frá árinu 1995 til 2001. Með Buffon innanborðs vann liði Coppa Italia [ítalska bikarinn], Ofurbikar Ítalíu sem og UEFA-bikarinn. Þaðan fór hann til Juventus þar sem hann bætti enn við verðlaunasafnið og þá stóð hann milli stanganna er Ítalía varð heimsmeistari árið 2006. Buffon er afar reynslumikill markvörður en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur hann spilað 930 deildar, bikar og Evrópuleiki á ferlinum, þar af eru 657 í Serie A. Þá spilaði hann 176 A-landsleiki á sínum tíma. He is back where he belongs.He is back home.#SupermanReturns @gianluigibuffon @Kyle_J_Krause @ParmaCalcio_en pic.twitter.com/bh2FO6P8YX— Parma Calcio 1913 (@1913parmacalcio) June 17, 2021 Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira