Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 13:28 Russian President Vladimir Putin, left, and U.S President Joe Biden shake hands during their meeting at the 'Villa la Grange' in Geneva, Switzerland in Geneva, Switzerland, Wednesday, June 16, 2021. (AP Photo/Alexander Zemlianichenko, Pool) AP/Alexander Zemlianitsjenkó Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna. Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky
Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira