Þjálfari Dana: Hægt að fresta leikjum um 48 tíma vegna smits en ekki hjartastopps Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2021 17:31 Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik. Eftir að leikur Danmerkur og Finnlands var stöðvaður þar sem Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik þá fékk danska landsliðið tvo valkosti. Það klárað leikinn síðar sama kvöld eða spilað í hádeginu daginn eftir. Það er eitthvað sem Kasper Hjulmand finnst fáránlegt. Gagnrýndi hann verklagsreglur mótsins en samkvæmt þeim má fresta leik um allt að 48 tíma komi upp Covid-19 smit í herbúðum liðanna. Þær virðast þó ekki eiga við ef leikmaður fer í hjartastopp í miðjum leik. "I don't feel right that we were there." #DEN boss Kasper Hjulmand has criticised UEFA for making his side play the rest of their opening game following Christian Eriksen's cardiac arrest pic.twitter.com/NSXsrkrOx5— Football Daily (@footballdaily) June 15, 2021 „Það finnst mér einfaldlega rangt,“ sagði Hjulmand um verklagsreglur mótsins á blaðamannafundi í dag. „Það er hægt að draga lærdóm af því sem gerðist. Það var ekki rétt ákvörðun að halda áfram. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að fara út á völl og klára leikinn. Ég tel það þó ekki rét tað gefa okkur valmöguleikann að klára leikinn samdægurs eða degi síðar.“ „Ég fann að leikmennirnir voru settir undir pressu, þetta var mjög erfið staða til að vera í. Eina í stöðunni hefði átt að vera að setja leikmennina upp í rútu og senda þá heim til sín,“ sagði Hjulmand að lokum. Sem betur fer er allt í lagi með Eriksen. Það á svo eftir að koma í ljós hvort liðsfélagar hans séu í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að sýna sínar bestu hliðar og komast upp úr B-riðli. Danmörk mætir Belgíu á Þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní, og Rússlandi í lokaleik riðilsins þann 21. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. 14. júní 2021 13:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Eftir að leikur Danmerkur og Finnlands var stöðvaður þar sem Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik þá fékk danska landsliðið tvo valkosti. Það klárað leikinn síðar sama kvöld eða spilað í hádeginu daginn eftir. Það er eitthvað sem Kasper Hjulmand finnst fáránlegt. Gagnrýndi hann verklagsreglur mótsins en samkvæmt þeim má fresta leik um allt að 48 tíma komi upp Covid-19 smit í herbúðum liðanna. Þær virðast þó ekki eiga við ef leikmaður fer í hjartastopp í miðjum leik. "I don't feel right that we were there." #DEN boss Kasper Hjulmand has criticised UEFA for making his side play the rest of their opening game following Christian Eriksen's cardiac arrest pic.twitter.com/NSXsrkrOx5— Football Daily (@footballdaily) June 15, 2021 „Það finnst mér einfaldlega rangt,“ sagði Hjulmand um verklagsreglur mótsins á blaðamannafundi í dag. „Það er hægt að draga lærdóm af því sem gerðist. Það var ekki rétt ákvörðun að halda áfram. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að fara út á völl og klára leikinn. Ég tel það þó ekki rét tað gefa okkur valmöguleikann að klára leikinn samdægurs eða degi síðar.“ „Ég fann að leikmennirnir voru settir undir pressu, þetta var mjög erfið staða til að vera í. Eina í stöðunni hefði átt að vera að setja leikmennina upp í rútu og senda þá heim til sín,“ sagði Hjulmand að lokum. Sem betur fer er allt í lagi með Eriksen. Það á svo eftir að koma í ljós hvort liðsfélagar hans séu í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að sýna sínar bestu hliðar og komast upp úr B-riðli. Danmörk mætir Belgíu á Þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní, og Rússlandi í lokaleik riðilsins þann 21. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. 14. júní 2021 13:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27
Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25
Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00
Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. 14. júní 2021 13:30
„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01