Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:00 Kasper Schmeichel ræðir við blaðamenn í morgun. AP/Liselotte Sabroe Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira