Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:00 Kasper Schmeichel ræðir við blaðamenn í morgun. AP/Liselotte Sabroe Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira