Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2021 07:01 Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri á Skotum. Það síðara var einkar glæsilegt. EPA-EFE/Petr Josek Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira