Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 12:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni og hefur yfirumsjón með framgangi bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent