Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 12:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni og hefur yfirumsjón með framgangi bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira