Innlent

Bólu­setningum lokið í dag og ekkert fór til spillis

Elma Rut Valtýsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Löng biðröð myndaðist alveg út að Glæsibæ í dag.
Löng biðröð myndaðist alveg út að Glæsibæ í dag. Vísir/Egill

Löng biðröð myndaðist við Laugardalshöll í dag. Öllum bóluefnaskömmtum sem til stóð að nota var komið í gagnið og fór ekkert til spillis.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningar hafa gengið vel í dag. Allir sem biðu í langri röð sem myndaðist alla leið að Glæsibæ, hafa verið bólusettir.

Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun.

Ragnheiður segir mætingu hafa verið slaka í morgun þegar forgangshópar voru bólusettir, en góð mæting í hádeginu. Nokkuð var um yfirlið og segir Ragnheiður það vera algengara hjá yngri hópunum.

Fréttin var uppfærð klukkan 18:05.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×