Fótbolti

Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danir eru án stiga á EM.
Danir eru án stiga á EM. getty/Wolfgang Rattay

Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina.

Í samtali við BBC Radio 5 Live gagnrýndi Schmeichel þá ákvörðun UEFA að láta leikmenn danska liðsins klára leikinn gegn Finnlandi eftir að Christian Eriksen hné niður.

Gamli markvörðurinn gekk enn lengra í viðtali við morgunþátt iTV og sagði að UEFA hefði stillt Dönum upp við vegg og hótað því að dæma þeim ósigur ef þeir kláruðu ekki leikinn.

„Ég sá tilvitnun frá UEFA í gær þar sem þeir sögðust fara eftir ráðleggingum leikmannsins, að leikmennirnir hefðu verið ákveðnir í að spila. Ég veit að það var ekki satt,“ sagði Schmeichel.

„Þeir fengu þrjá möguleika, einn var að byrja strax og spila síðustu fimmtíu mínúturnar. Annar var að klára þær í hádeginu daginn eftir og sá þriðji var að gefa leikinn og tapa 3-0. Svo var það virkilega ósk leikmannanna að spila? Áttu þeir einhvern annan kost í stöðunni? Ég held ekki. Eins og þú heyrðir á blaðamannafundinum í gær sá þjálfarinn mjög mikið eftir því að hafa sett leikmennina aftur inn á.“

Leikurinn var kláraður á laugardagskvöldið. Finnar unnu 1-0 sigur en Joel Pohjanpalo skoraði eina mark leiksins.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.