Erlent

Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bennet stendur uppi með pálmann í höndunum en Netanjahú hyggst leiða öfluga stjórnarandstöðu.
Bennet stendur uppi með pálmann í höndunum en Netanjahú hyggst leiða öfluga stjórnarandstöðu. epa/Abir Sultan

Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili.

Bennett, sem er þjóðernissinnaður hægrimaður mun nú leiða samsteypustjórn afar ólíkra flokka en samkomulag um það náðist á dögunum sem þýðir að Benjamín Netanjahú, sá sem lengst hefur setið í embættinu, er nú horfinn úr ríkisstjórn og kominn í stjórnarandstöðu. 

Bennett verður í embættinu næstu tvö árin en þá mun Yair Lapid taka við. Hann fer fyrir miðflokknum Yesh Atid. 

Nýja samsteypustjórnin var samþykkt á ísraelska þinginu í gær með minnsta mögulega mun, 60 atkvæðum gegn 59 og sat einn þingmaður hjá. Það er því ljóst að lítið þarf út af að bregða til að stjórnin falli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.