Bellingham sá yngsti frá upphafi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2021 07:01 Jude Bellingham í þann mund að hann skráði sig í sögubækurnar. EPA-EFE/Andy Rain Jude Bellingham skráði sig í sögubækurnar þegar England lagði Króatíu 1-0 er liðin mættust á Wembley í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í knattspyrnu. Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, kom inn á fyrir Harry Kane á 82. mínútu leiksins í gær. Þá var staðan þegar orðin 1-0 eftir að Raheem Sterling hafði komið Englandi yfir þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Þó Sterling hafi stolið fyrirsögnunum þá var það innáskipting Bellingham sem var söguleg. Bellingham var nefnilega aðeins 17 ára og 349 daga gamall er hann kom inn af bekknum í gær. Það gerir hann að yngsta leikmanni í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. Aldrei hefur jafn ungur leikmaður spilað leik á EM. Það fór svo að England vann 1-0 og er komið í bílstjórasætið í D-riðli. 17 years, 349 days Jude Bellingham comes on for #ENG and becomes the youngest player to ever feature in a European Championship #EURO2020 pic.twitter.com/0ORSCFcefF— B/R Football (@brfootball) June 13, 2021 Stóra spurningin er hvort lið vilji vera í því sæti en mögulega gæti verið betra að enda í 2. sæti D-riðils heldur en 1. sæti þegar kemur að andstæðingum í 16-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í fyrsta skipti sem England vinnur fyrsta leik á Evópumóti England og Króatía áttust við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Mark Raheem Sterling á 57.mínútu reyndist eina mark leiksins og það voru því Englendingar sem fóru með 1-0 sigur af hólmi. 13. júní 2021 15:00 Sterling: Við verðum að halda áfram að vinna Markaskorari Englendinga, Raheem Sterling, var virkilega ánægður með stigin þrjú eftir sigur liðsins gegn Króötum fyrr í dag. Sterling var valinn maður leiksins og hann segir það frábæra tilfinningu að skora á Wembley. 13. júní 2021 16:14 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira
Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, kom inn á fyrir Harry Kane á 82. mínútu leiksins í gær. Þá var staðan þegar orðin 1-0 eftir að Raheem Sterling hafði komið Englandi yfir þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Þó Sterling hafi stolið fyrirsögnunum þá var það innáskipting Bellingham sem var söguleg. Bellingham var nefnilega aðeins 17 ára og 349 daga gamall er hann kom inn af bekknum í gær. Það gerir hann að yngsta leikmanni í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. Aldrei hefur jafn ungur leikmaður spilað leik á EM. Það fór svo að England vann 1-0 og er komið í bílstjórasætið í D-riðli. 17 years, 349 days Jude Bellingham comes on for #ENG and becomes the youngest player to ever feature in a European Championship #EURO2020 pic.twitter.com/0ORSCFcefF— B/R Football (@brfootball) June 13, 2021 Stóra spurningin er hvort lið vilji vera í því sæti en mögulega gæti verið betra að enda í 2. sæti D-riðils heldur en 1. sæti þegar kemur að andstæðingum í 16-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í fyrsta skipti sem England vinnur fyrsta leik á Evópumóti England og Króatía áttust við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Mark Raheem Sterling á 57.mínútu reyndist eina mark leiksins og það voru því Englendingar sem fóru með 1-0 sigur af hólmi. 13. júní 2021 15:00 Sterling: Við verðum að halda áfram að vinna Markaskorari Englendinga, Raheem Sterling, var virkilega ánægður með stigin þrjú eftir sigur liðsins gegn Króötum fyrr í dag. Sterling var valinn maður leiksins og hann segir það frábæra tilfinningu að skora á Wembley. 13. júní 2021 16:14 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira
Í fyrsta skipti sem England vinnur fyrsta leik á Evópumóti England og Króatía áttust við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Mark Raheem Sterling á 57.mínútu reyndist eina mark leiksins og það voru því Englendingar sem fóru með 1-0 sigur af hólmi. 13. júní 2021 15:00
Sterling: Við verðum að halda áfram að vinna Markaskorari Englendinga, Raheem Sterling, var virkilega ánægður með stigin þrjú eftir sigur liðsins gegn Króötum fyrr í dag. Sterling var valinn maður leiksins og hann segir það frábæra tilfinningu að skora á Wembley. 13. júní 2021 16:14